Breyting á lyfjalögum samþykkt með hraði vegna kórónuveirunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:12 Málið var afgreitt með hraði á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna. Alþingi Lyf Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Lyf Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira