Sportpakkinn: Zidane sagðist vera með dásamlegt lið eftir sigurinn á Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2020 15:30 Strákarnir hans Zinédines Zidane eru með eins stigs forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í El Clásico. vísir/getty Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45
Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30
Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30
Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00