Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2020 12:00 Úr myndbandinu sem fer að komast í milljón spilanir á YouTube. Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn. Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn.
Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira