Biður hæstarétt að leyfa sér að blokka að vild á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 19:28 Trump vill fá að loka á fólk á Twitter. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira