Jeff Goodman, sérfræðingur í bandaríska körfuboltanum, staðfesti þetta í kvöld og sagði einnig frá því að NCAA-keppnin hafi einnig verið aflýst vegna veirunnar sem hefur brotist út í Bandaríkjunum síðustu daga.
Jón Axel var á sínu síðasta ári hjá háskólanum en hann var að fara leika sína síðustu leiki um helgina. Nú er það ljóst að hann
Not how I pictured my senior year ending https://t.co/cIiKSwilFD
— Jón Axel Guðmundsson (@Jaxelinn) March 12, 2020
Grindvíkingurinn greindi frá því í viðtali við Vísi fyrr í dag að honum hafi verið boðið að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með.
Þetta fer fram í byrjun næsta mánaðar og er því ólíklegt að hann spili með Grindavík í úrslitakeppninni eins og vonir stóðu til um.