Ómögulegt að segja hvort skólum verði lokað Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01