Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 08:00 Kona með grímu fyrir framan nýja Ólympíuleikvanginn í Tókýó. Getty/Tomohiro Ohsumi Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. Japanskir ráðamenn töluðum um það á dögunum að möguleiki væri að seinka leikunum til loka ársins en nýjustu fréttir frá Japan eru að líklegra að þeim verði frestað í lengri tíma. Ólympíuleikarnir eiga að fara fram á fjögurra ára fresti og fóru síðast fram í Ríó í Brasilíu árið 2016. Reuters hefur það eftir einum úr framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna að fýsilegast væri að fresta leikunum um eitt eða tvö ár.Olympics official discusses possibility of postponing Games by one or two years https://t.co/GGgU8QVONYpic.twitter.com/uOlQwG712s — Reuters (@Reuters) March 11, 2020 „Við þurfum að fara að undirbúa okkur fyrir allt. Ef við getum ekki haldið leikana í sumar þá væri best að fresta þeim um eitt eða tvö ár,“ sagði Haruyuki Takahashi, einn af tólf meðlimum í framkvæmdanefnd Tókyó 2020. Það hefur ekki þurft að fresta Ólympíuleikum síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem segir mikið um alvarleika málsins enda hafa Japanir verið að skipuleggja leikanna síðan að þeir fengu að vita það árið 2013 að þeir myndu halda þá í ár. Gríðarleg vinna og miklir peningar hafa farið í undirbúninginn en nú fara að aukast líkurnar á því að Ólympíuleikarnir 2020 fari frekar fram 2021 eða 2022. Það er í það minnsta „pláss“ sumarið 2022 þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta það ár fer ekki fram fyrr en í nóvember og desember í stað þess að vera haldið um sumarið. Það er vegna sumarhitans í Katar. Það ætti því að vera auðveldara en oft áður að finna pláss fyrir Ólympíuleikanna sumarið 2022. Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. Japanskir ráðamenn töluðum um það á dögunum að möguleiki væri að seinka leikunum til loka ársins en nýjustu fréttir frá Japan eru að líklegra að þeim verði frestað í lengri tíma. Ólympíuleikarnir eiga að fara fram á fjögurra ára fresti og fóru síðast fram í Ríó í Brasilíu árið 2016. Reuters hefur það eftir einum úr framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna að fýsilegast væri að fresta leikunum um eitt eða tvö ár.Olympics official discusses possibility of postponing Games by one or two years https://t.co/GGgU8QVONYpic.twitter.com/uOlQwG712s — Reuters (@Reuters) March 11, 2020 „Við þurfum að fara að undirbúa okkur fyrir allt. Ef við getum ekki haldið leikana í sumar þá væri best að fresta þeim um eitt eða tvö ár,“ sagði Haruyuki Takahashi, einn af tólf meðlimum í framkvæmdanefnd Tókyó 2020. Það hefur ekki þurft að fresta Ólympíuleikum síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem segir mikið um alvarleika málsins enda hafa Japanir verið að skipuleggja leikanna síðan að þeir fengu að vita það árið 2013 að þeir myndu halda þá í ár. Gríðarleg vinna og miklir peningar hafa farið í undirbúninginn en nú fara að aukast líkurnar á því að Ólympíuleikarnir 2020 fari frekar fram 2021 eða 2022. Það er í það minnsta „pláss“ sumarið 2022 þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta það ár fer ekki fram fyrr en í nóvember og desember í stað þess að vera haldið um sumarið. Það er vegna sumarhitans í Katar. Það ætti því að vera auðveldara en oft áður að finna pláss fyrir Ólympíuleikanna sumarið 2022.
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira