Meira en minna Logi Einarsson skrifar 22. ágúst 2020 08:00 Samvinna og samhjálp eru meðal þess sem fleytt hefur mannkyninu áfram og skapað því einstaka stöðu í náttúrunni. Við höfum ekki alltaf umgengið hana af nægri virðingu en það er önnur saga. Þau samfélög sem hafa byggt á mestum mannréttindum og jöfnuði skara fram úr öðrum. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga nú þegar við glímum við skæðan veirufaraldur og afleiðingar hans. Ólíkt síðustu kreppu þegar fall krónunnar bitnaði strax á lífskjörum þorra Íslendinga þá leggst þessi þyngst og harðast á einstaka atvinnuvegi og afmarkaðan hóp fólks, sem missir vinnuna með tilheyrandi tekjufalli. Í vor var ríkissjóði beitt, með áður óþekktum hætti, til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins sem leiddi til algjörs eftirspurnarhruns í mörgum atvinnugreinum. Hugsunin var að þau hefðu bolmagn til að komast í gegnum hremmingarnar, sem enginn vissi hve lengi mundu vara, og væru í startholunum þegar hlutirnir kæmust í eðlilegra horf. Aðgerðirnar hafa vissulega reynst misvel en ríkur samhljómur var í samfélaginu um að grípa þyrfti til stórra almennra aðgerða. Fjármálaráðherra sagði t.d. af því tilefni að ríkisstjórnin hygðist gera meira en minna fyrir fyrirtækin í landinu í þessu skyni. Það er mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin virðist ekki reiðubúin til að verja einstaklinga og heimilin með beinum hætti í nægilega ríkum mæli. Það mun reynast afdrifaríkt; auka ójöfnuð, skapa sundrungu og vega að mikilvægum samfélagslegum stoðum. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda næstu misserin er að styðja við efnahagslífið og verja félagslegan stöðugleika. Sköpum störf Í fyrsta lagi þarf að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar og skapa fjölbreytt störf um allt land sem henta fólki af báðum kynjum, ólíkum aldri með mismunandi bakgrunn. Forgangsraða í þágu arðbærra verkefna sem eru í takt við loftlagsmarkmið okkar og gera okkur mögulegt að feta okkur í átt að grænni framtíð. Þá eigum eigum við viðurkenna fjársvelti margra mikilvægra stofnanna undanfarin ár og manna þær með fullnægjandi hætti. Þetta á jafnt við um skóla, heilbrigðisþjónustu lögreglu og margvíslega aðra þjónustu. Slíkt skapar störf og bætir einnig þjónustu við almenning og atvinnulíf í leiðinni. Aðgerðirnar eru skjótvirkar; skapa vinnu og hafa góð áhrif á vellíðan og öryggi fólks. Virkjum hugvitið Í öðru lagi verðum við að greiða aðgengi fólks að menntun. Bæði ungs fólks sem mun bera uppi lífskjör okkar næstu áratugi og einnig gera fólki á öllum aldri mögulegt að sækja sí- og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt í kvikum heimi þar sem breytingar eiga sér stað á gífurlegum hraða. Samhliða þessu verðum við að styðja mikið betur við nýsköpun fyrirtækja, með það fyrir augum að byggja meira á hugviti, í stað þess að reiða okkur um of á einfalda frumframleiðslu sem byggir á auðlindanýtingu. Þetta er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði. Það er skynsamlegt að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og minnka þannig áhættuna sem skapast við ýmis konar áföll eins og við upplifum nú. Og beinlínis lífsnauðsyn í þróun þar sem sífellt færri einstaklingar munu standa undir verðmætasköpuninni, vegna lýðfræðilegri breytinga. Verjum tekjur fólks Í þriðja lagi verður að gera allt til að verja það fólk sem missir samt sem áður vinnuna til lengri eða skemmri tíma. Það verður að hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tekjutengingu þeirra. Það er nauðsynlegt til að að létta álagi af heimilum, ekki síst börnum sem eru á viðkvæmu þroskaskeiði og í mestri áhættu vegna óvissu og neikvæðra áhrifa. Það er auk þess skynsamlegt til að viðhalda neyslu í samfélaginu og blása þannig í glæður efnahagslífsins. Hlutverk stjórnmála er að varða veginn til meiri hagsældar fyrir allan almenning og gera honum kleift að vaxa á styrkleikum sínum um leið og við bjóðum upp á þéttriðið velferðarnet sem hjálpar þeim sem af ýmsum ástæðum missa tímabundið fótanna. Aðstæðurnar nú krefjast snarpra en yfirvegaðra bragða og markmiðið verður að þessu sinni að vera að gera meira en minna fyrir allt fólk í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Alþingi Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samvinna og samhjálp eru meðal þess sem fleytt hefur mannkyninu áfram og skapað því einstaka stöðu í náttúrunni. Við höfum ekki alltaf umgengið hana af nægri virðingu en það er önnur saga. Þau samfélög sem hafa byggt á mestum mannréttindum og jöfnuði skara fram úr öðrum. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga nú þegar við glímum við skæðan veirufaraldur og afleiðingar hans. Ólíkt síðustu kreppu þegar fall krónunnar bitnaði strax á lífskjörum þorra Íslendinga þá leggst þessi þyngst og harðast á einstaka atvinnuvegi og afmarkaðan hóp fólks, sem missir vinnuna með tilheyrandi tekjufalli. Í vor var ríkissjóði beitt, með áður óþekktum hætti, til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins sem leiddi til algjörs eftirspurnarhruns í mörgum atvinnugreinum. Hugsunin var að þau hefðu bolmagn til að komast í gegnum hremmingarnar, sem enginn vissi hve lengi mundu vara, og væru í startholunum þegar hlutirnir kæmust í eðlilegra horf. Aðgerðirnar hafa vissulega reynst misvel en ríkur samhljómur var í samfélaginu um að grípa þyrfti til stórra almennra aðgerða. Fjármálaráðherra sagði t.d. af því tilefni að ríkisstjórnin hygðist gera meira en minna fyrir fyrirtækin í landinu í þessu skyni. Það er mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin virðist ekki reiðubúin til að verja einstaklinga og heimilin með beinum hætti í nægilega ríkum mæli. Það mun reynast afdrifaríkt; auka ójöfnuð, skapa sundrungu og vega að mikilvægum samfélagslegum stoðum. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda næstu misserin er að styðja við efnahagslífið og verja félagslegan stöðugleika. Sköpum störf Í fyrsta lagi þarf að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar og skapa fjölbreytt störf um allt land sem henta fólki af báðum kynjum, ólíkum aldri með mismunandi bakgrunn. Forgangsraða í þágu arðbærra verkefna sem eru í takt við loftlagsmarkmið okkar og gera okkur mögulegt að feta okkur í átt að grænni framtíð. Þá eigum eigum við viðurkenna fjársvelti margra mikilvægra stofnanna undanfarin ár og manna þær með fullnægjandi hætti. Þetta á jafnt við um skóla, heilbrigðisþjónustu lögreglu og margvíslega aðra þjónustu. Slíkt skapar störf og bætir einnig þjónustu við almenning og atvinnulíf í leiðinni. Aðgerðirnar eru skjótvirkar; skapa vinnu og hafa góð áhrif á vellíðan og öryggi fólks. Virkjum hugvitið Í öðru lagi verðum við að greiða aðgengi fólks að menntun. Bæði ungs fólks sem mun bera uppi lífskjör okkar næstu áratugi og einnig gera fólki á öllum aldri mögulegt að sækja sí- og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt í kvikum heimi þar sem breytingar eiga sér stað á gífurlegum hraða. Samhliða þessu verðum við að styðja mikið betur við nýsköpun fyrirtækja, með það fyrir augum að byggja meira á hugviti, í stað þess að reiða okkur um of á einfalda frumframleiðslu sem byggir á auðlindanýtingu. Þetta er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði. Það er skynsamlegt að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og minnka þannig áhættuna sem skapast við ýmis konar áföll eins og við upplifum nú. Og beinlínis lífsnauðsyn í þróun þar sem sífellt færri einstaklingar munu standa undir verðmætasköpuninni, vegna lýðfræðilegri breytinga. Verjum tekjur fólks Í þriðja lagi verður að gera allt til að verja það fólk sem missir samt sem áður vinnuna til lengri eða skemmri tíma. Það verður að hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja tekjutengingu þeirra. Það er nauðsynlegt til að að létta álagi af heimilum, ekki síst börnum sem eru á viðkvæmu þroskaskeiði og í mestri áhættu vegna óvissu og neikvæðra áhrifa. Það er auk þess skynsamlegt til að viðhalda neyslu í samfélaginu og blása þannig í glæður efnahagslífsins. Hlutverk stjórnmála er að varða veginn til meiri hagsældar fyrir allan almenning og gera honum kleift að vaxa á styrkleikum sínum um leið og við bjóðum upp á þéttriðið velferðarnet sem hjálpar þeim sem af ýmsum ástæðum missa tímabundið fótanna. Aðstæðurnar nú krefjast snarpra en yfirvegaðra bragða og markmiðið verður að þessu sinni að vera að gera meira en minna fyrir allt fólk í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Samfylkingarinnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun