Vandræði Víkinga halda áfram | Fyrirliðinn sendur í ótímabundið leyfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 10:30 Emir Dokara er enn leikmaður Víkinga en hann er þó kominn í ótímabundið leyfi. Vísir/Daníel Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira