Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 16:50 Tveimur starfsmönnum Jóa Fel var sagt upp störfum eftir að þeir kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt og sá þriðji sagði upp eftir að honum voru ekki greiddir veikindadagar sem hann skilaði inn læknisvottorði fyrir. Samsett mynd Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. Tveir þeirra fengu ekki veikindadaga útgreidda og þeim þriðja var sagt upp eftir að hann krafðist þess að fá kjarabundna launahækkun. Bakarí Jóa Fel hefur þá ekki greitt iðgjöld í Lífeyrissjóð Verslunarmanna né félagsgjöld til VR frá því í mars í fyrra. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins gert ítrekaðar tilraunir til að komast hjá því að greiða starfsmönnum sínum ýmsar kjarabundnar greiðslur, eins og kjarabundna launahækkun, veikindadaga og fleira samkvæmt heimildum fréttastofu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 9. september næstkomandi. Fyrirtækið hefur dregið iðgjöld og félagsgjöld af launum starfsfólks en greiðslurnar ekki borist lífeyrissjóðnum og VR frá því snemma á síðasta ári samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hafa greiðslur í séreignasparnað starfsmanna ekki borist frá því í mars í fyrra. Þá hefur bakaríi Jóa Fel í Borgartúni lokað. Samkvæmt frétt mbl.is hefur eigandi húsnæðisins ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar húsaleigu. Fékk ekki kjarabundna launahækkun og var sagt upp í kjölfarið Fyrrverandi starfsmaður bakarís Jóa Fel sem fréttastofa hefur rætt við segir að sér hafi verið sagt upp eftir að hann leitaði réttar síns hjá verkalýðsfélaginu. Hann hafi ekki fengið kjarabundna launahækkun þegar aðrir starfsmenn fengu hana og þegar hann hafi bent á það við stjórnendur fyrirtækisins hafi hann verið boðaður á fund. Þar hafi honum verið gefnir tveir kostir: að sætta sig við hlutina eins og þeir væru eða honum væri sagt upp. Hann hafi þá lýst því yfir að hann myndi ekki sætta sig við kjarabrot og var honum sagt upp í kjölfarið. Tveir aðrir starfsmenn bakarísins sem fréttastofa hefur rætt við hafa lent í svipuðu atviki, þar sem þeir hröktust úr starfi eftir að hafa leitað réttar síns. Hjá öðrum þeirra hafi starfshlutfall verið minnkað úr fullu starfi niður í hálft starf. Þegar hann hafi leitað réttar síns hjá VR, sem hafði samband við Jóhannes Felixsson, hafi hann brugðist illa við í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, og sagt að enginn starfsmaður gæti verið í 100% starfi. Það hafi verið svoleiðis hjá honum í yfir tíu ár og engin undantekning yrði gerð fyrir umræddan starfsmann. Þá hafði starfsmaðurinn ekki fengið greidda út veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði um. Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel.Vísir Í kjölfarið, eftir að starfmaðurinn krafðist þess að hann fengi að vinna þá vinnutíma sem um var samið, sendi Jói starfsmanninum tölvupóst sem fréttastofa hefur undir höndum. Svar Jóa var á þá vegu að hann hafi verið í samskiptum við VR og væru hann og fulltrúar VR ekki sammála. Starfsmanninum yrði sagt upp um mánaðarmótin. „Þú verður bara að leggja fram kæru eða kvörtun til þeirra svona er þetta bara og því miður er ekki vinna fyrir þig. Þér verður svo sagt upp um mánaðarmótin.,“ segir í póstinum. Notaði bikinímynd af starfsmanni sem rök fyrir að greiða ekki út veikindaleyfi Þriðji starfsmaðurinn greindi fréttastofu frá því að honum hafi ekki borist greiðslur fyrir veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði fyrir. Þá hafi orlofsgreiðslur og desemberuppbót heldur ekki borist. Þegar hann hafi spurst fyrir um málið hafi Jói svarað honum í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, að orlof og desemberuppbót yrðu greidd en að hann efaðist að starfsmaðurinn hafi verið veikur. Þá sendi Jói skjáskot sem tekið var af Instagram-reikningi starfsmannsins þar sem hann var klæddur bikiníi einum fata og spurði: „Hvað er t.d. dæmis að þér á þessari mynd.“ Starfsmaðurinn benti þá á að myndin væri gömul og að Instagram-aðgangurinn væri lokaður. Hann setti einnig spurningamerki við það hvernig Jói hafi nálgast myndina. Starfsmaðurinn sagði í kjölfarið upp störfum. Í lok júlímánaðar, þegar aðrir starfsmenn höfðu fengið launaseðla afhenta og laun greidd út, höfðu starfsmennirnir þrír ekki fengið launaseðla né launagreiðslur. Launagreiðslur bárust ekki fyrr en þann 4. ágúst eftir að starfsmennirnir höfðu ítrekað haft samband við yfirmenn sína. Þeir veikindadagar sem starfsmenn kröfðust að yrðu borgaðir út voru ekki greiddir. Ekki náðist í Jóa Fel þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kjaramál Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Bakarí Tengdar fréttir LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. Tveir þeirra fengu ekki veikindadaga útgreidda og þeim þriðja var sagt upp eftir að hann krafðist þess að fá kjarabundna launahækkun. Bakarí Jóa Fel hefur þá ekki greitt iðgjöld í Lífeyrissjóð Verslunarmanna né félagsgjöld til VR frá því í mars í fyrra. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins gert ítrekaðar tilraunir til að komast hjá því að greiða starfsmönnum sínum ýmsar kjarabundnar greiðslur, eins og kjarabundna launahækkun, veikindadaga og fleira samkvæmt heimildum fréttastofu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 9. september næstkomandi. Fyrirtækið hefur dregið iðgjöld og félagsgjöld af launum starfsfólks en greiðslurnar ekki borist lífeyrissjóðnum og VR frá því snemma á síðasta ári samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hafa greiðslur í séreignasparnað starfsmanna ekki borist frá því í mars í fyrra. Þá hefur bakaríi Jóa Fel í Borgartúni lokað. Samkvæmt frétt mbl.is hefur eigandi húsnæðisins ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar húsaleigu. Fékk ekki kjarabundna launahækkun og var sagt upp í kjölfarið Fyrrverandi starfsmaður bakarís Jóa Fel sem fréttastofa hefur rætt við segir að sér hafi verið sagt upp eftir að hann leitaði réttar síns hjá verkalýðsfélaginu. Hann hafi ekki fengið kjarabundna launahækkun þegar aðrir starfsmenn fengu hana og þegar hann hafi bent á það við stjórnendur fyrirtækisins hafi hann verið boðaður á fund. Þar hafi honum verið gefnir tveir kostir: að sætta sig við hlutina eins og þeir væru eða honum væri sagt upp. Hann hafi þá lýst því yfir að hann myndi ekki sætta sig við kjarabrot og var honum sagt upp í kjölfarið. Tveir aðrir starfsmenn bakarísins sem fréttastofa hefur rætt við hafa lent í svipuðu atviki, þar sem þeir hröktust úr starfi eftir að hafa leitað réttar síns. Hjá öðrum þeirra hafi starfshlutfall verið minnkað úr fullu starfi niður í hálft starf. Þegar hann hafi leitað réttar síns hjá VR, sem hafði samband við Jóhannes Felixsson, hafi hann brugðist illa við í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, og sagt að enginn starfsmaður gæti verið í 100% starfi. Það hafi verið svoleiðis hjá honum í yfir tíu ár og engin undantekning yrði gerð fyrir umræddan starfsmann. Þá hafði starfsmaðurinn ekki fengið greidda út veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði um. Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel.Vísir Í kjölfarið, eftir að starfmaðurinn krafðist þess að hann fengi að vinna þá vinnutíma sem um var samið, sendi Jói starfsmanninum tölvupóst sem fréttastofa hefur undir höndum. Svar Jóa var á þá vegu að hann hafi verið í samskiptum við VR og væru hann og fulltrúar VR ekki sammála. Starfsmanninum yrði sagt upp um mánaðarmótin. „Þú verður bara að leggja fram kæru eða kvörtun til þeirra svona er þetta bara og því miður er ekki vinna fyrir þig. Þér verður svo sagt upp um mánaðarmótin.,“ segir í póstinum. Notaði bikinímynd af starfsmanni sem rök fyrir að greiða ekki út veikindaleyfi Þriðji starfsmaðurinn greindi fréttastofu frá því að honum hafi ekki borist greiðslur fyrir veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði fyrir. Þá hafi orlofsgreiðslur og desemberuppbót heldur ekki borist. Þegar hann hafi spurst fyrir um málið hafi Jói svarað honum í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, að orlof og desemberuppbót yrðu greidd en að hann efaðist að starfsmaðurinn hafi verið veikur. Þá sendi Jói skjáskot sem tekið var af Instagram-reikningi starfsmannsins þar sem hann var klæddur bikiníi einum fata og spurði: „Hvað er t.d. dæmis að þér á þessari mynd.“ Starfsmaðurinn benti þá á að myndin væri gömul og að Instagram-aðgangurinn væri lokaður. Hann setti einnig spurningamerki við það hvernig Jói hafi nálgast myndina. Starfsmaðurinn sagði í kjölfarið upp störfum. Í lok júlímánaðar, þegar aðrir starfsmenn höfðu fengið launaseðla afhenta og laun greidd út, höfðu starfsmennirnir þrír ekki fengið launaseðla né launagreiðslur. Launagreiðslur bárust ekki fyrr en þann 4. ágúst eftir að starfsmennirnir höfðu ítrekað haft samband við yfirmenn sína. Þeir veikindadagar sem starfsmenn kröfðust að yrðu borgaðir út voru ekki greiddir. Ekki náðist í Jóa Fel þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Bakarí Tengdar fréttir LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08