Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 19:15 Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira