Tungumálatöfrar Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun