10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 13:30 Berglind Gunnarsdóttir í sjónvarpsviðtalinu á dögunum. Skjámynd/S2 Sport „Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum. Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
„Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum.
Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira