Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Anton Ingi Leifsson skrifar 26. ágúst 2020 19:53 Sara Björk var baráttuglöð, eins og vanalega, í leiknum í kvöld. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Sara Björk mun því mæta sínu gamla liði, Wolfsburg, í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn. Hafnfirðingurinn var í byrjunarliði Lyon í leiknum og hún var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. 39' @sarabjork18 est proche d'ouvrir le score après avoir repris de la tête un coup-franc de @AmelMajri7. Ça passe à quelques centimètres des cages.0-0 #PSGOL pic.twitter.com/93ExjEgucd— OL Féminin (@OLfeminin) August 26, 2020 Staðan var markalaus í hálfleik og allt þangað til á 67. mínútu. Grace Geyoro gerðist þá brotleg og fékk sitt annað gula spjald og PSG þurfti að leika tíu það sem var eftir leiksins. Aukaspyrnan fór beint á kollinn á hinni ótrúlega sterku Wendie Renard sem stangaði boltann í netið. Sara og samherjar komnar yfir er rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Nikita Parris gerðist brotleg stundarfjórðungi fyrir leikslok á gulu spjaldi og fékk sitt annað gula spjald. Því var á ný jafnt í liðum. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-0 sigur Lyon sem er komið í enn einn úrslitaleikinn. La #TeamOL domine le PSG (1-0) grâce au but de la capitaine @WRenard dans cette demi-finale ! Nos joueuses tenteront de remporter une cinquième @UWCL consécutive ce dimanche (20h) face à @VfLWob_Frauen ! ' pic.twitter.com/7KwwDCvsEv— OL Féminin (@OLfeminin) August 26, 2020 Sara Björk spilaði allan leikinn fyrir Lyon og átti góðan leik á miðjunni. Landsliðsfyrirliðinn komst vel frá sínu. Þetta verður annar úrslitaleikur Söru í Meistaradeildinni en hún spilaði einmitt með Wolfsburg gegn Lyon árið 2018. Þar meiddist hún snemma leiks. Úrslitaleikurinn á sunnudagskvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Meistaradeild Evrópu
Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. Sara Björk mun því mæta sínu gamla liði, Wolfsburg, í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn. Hafnfirðingurinn var í byrjunarliði Lyon í leiknum og hún var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. 39' @sarabjork18 est proche d'ouvrir le score après avoir repris de la tête un coup-franc de @AmelMajri7. Ça passe à quelques centimètres des cages.0-0 #PSGOL pic.twitter.com/93ExjEgucd— OL Féminin (@OLfeminin) August 26, 2020 Staðan var markalaus í hálfleik og allt þangað til á 67. mínútu. Grace Geyoro gerðist þá brotleg og fékk sitt annað gula spjald og PSG þurfti að leika tíu það sem var eftir leiksins. Aukaspyrnan fór beint á kollinn á hinni ótrúlega sterku Wendie Renard sem stangaði boltann í netið. Sara og samherjar komnar yfir er rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Nikita Parris gerðist brotleg stundarfjórðungi fyrir leikslok á gulu spjaldi og fékk sitt annað gula spjald. Því var á ný jafnt í liðum. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-0 sigur Lyon sem er komið í enn einn úrslitaleikinn. La #TeamOL domine le PSG (1-0) grâce au but de la capitaine @WRenard dans cette demi-finale ! Nos joueuses tenteront de remporter une cinquième @UWCL consécutive ce dimanche (20h) face à @VfLWob_Frauen ! ' pic.twitter.com/7KwwDCvsEv— OL Féminin (@OLfeminin) August 26, 2020 Sara Björk spilaði allan leikinn fyrir Lyon og átti góðan leik á miðjunni. Landsliðsfyrirliðinn komst vel frá sínu. Þetta verður annar úrslitaleikur Söru í Meistaradeildinni en hún spilaði einmitt með Wolfsburg gegn Lyon árið 2018. Þar meiddist hún snemma leiks. Úrslitaleikurinn á sunnudagskvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 18.00.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti