Dr. Maggi er enn að teikna byggingar 83 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2020 19:15 Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hveragerði Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Hveragerði Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira