Ferðalög fólks verði færri og valin af meiri kostgæfni Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 09:56 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Vísir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira