Landsmönnum boðið í 90 ára afmæli Sólheima í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2020 14:15 Það verður mikið um að vera á Sólheimum í allt sumar í tilefni af 90 ára afmæli staðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sólheimar í Grímsnesi fagna nú 90 ár afmæli og undirbúa mikla menningardagskrá fyrir sumarið. Það var Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir sem stofnaði Sólheima en hún var fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra. Á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi búa í dag um 100 manns, fatlaðir og ófatlaðir. Kórónaveiran hefur sett strik sitt á 90 ára afmæli staðarins en nú á að fara að setja allt á fullt og bjóða upp á glæsilega menninga og listadagskrá í allt sumar. Skarphéðinn Guðmundsson er forstöðumaður ferðaþjónustu á Sólheimum. „Já, þetta verður stórt sumar og eitthvað um að vera í allt sumar. Afmælisdagurinn sjálfur er 5. júlí og þá verður heljarinnar veisla og ég hvet alla landsmenn til að kíkja í 90 ára afmæli í sumar.“ Um 100 manns búa á Sólheimum. Öllum landsmönnum er boðið að koma í 90 ára afmælið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hvað hafið þið helst upp á að bjóða á Sólheimum? „Mig langar eiginlega að segja allt, þetta er eins og borg í sveit hérna. Þú getur farið á listsýningar, það er verslun, það er kaffihús þar sem við brennum okkar eigið kaffi, geggjað kaffi, sem ég mæli með að fólk smakki. Svo getur þú komið og gist, þú getur haldið ættarmótið þitt hérna, þú getur leigt heilt gistiheimili undir þitt fólk,“ segir Skarphéðin. Skarphéðinn segir að lífið á Sólheimum sé einstakt en hann er nýfluttur af Suðurnesjunum með fjölskyldu sinni á Sólheima. „Ég flutti barna hérna fyrir áramót en mér líður eins og ég hafi búið hérna alla ævi, manni var tekið eins og maður væri partur af fjölskyldunni. Það besta viið Sólhema er náttúran sem er stórbrotin. Maður vaknar á morgnanna og það eina sem þú heyrir er fuglasöngur, það er þvílík kyrrð og orkan hér allt í kring, þar er varla hægt að lýsa því nema að þú komir og finnir það.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sólheimar í Grímsnesi fagna nú 90 ár afmæli og undirbúa mikla menningardagskrá fyrir sumarið. Það var Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir sem stofnaði Sólheima en hún var fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra. Á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi búa í dag um 100 manns, fatlaðir og ófatlaðir. Kórónaveiran hefur sett strik sitt á 90 ára afmæli staðarins en nú á að fara að setja allt á fullt og bjóða upp á glæsilega menninga og listadagskrá í allt sumar. Skarphéðinn Guðmundsson er forstöðumaður ferðaþjónustu á Sólheimum. „Já, þetta verður stórt sumar og eitthvað um að vera í allt sumar. Afmælisdagurinn sjálfur er 5. júlí og þá verður heljarinnar veisla og ég hvet alla landsmenn til að kíkja í 90 ára afmæli í sumar.“ Um 100 manns búa á Sólheimum. Öllum landsmönnum er boðið að koma í 90 ára afmælið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hvað hafið þið helst upp á að bjóða á Sólheimum? „Mig langar eiginlega að segja allt, þetta er eins og borg í sveit hérna. Þú getur farið á listsýningar, það er verslun, það er kaffihús þar sem við brennum okkar eigið kaffi, geggjað kaffi, sem ég mæli með að fólk smakki. Svo getur þú komið og gist, þú getur haldið ættarmótið þitt hérna, þú getur leigt heilt gistiheimili undir þitt fólk,“ segir Skarphéðin. Skarphéðinn segir að lífið á Sólheimum sé einstakt en hann er nýfluttur af Suðurnesjunum með fjölskyldu sinni á Sólheima. „Ég flutti barna hérna fyrir áramót en mér líður eins og ég hafi búið hérna alla ævi, manni var tekið eins og maður væri partur af fjölskyldunni. Það besta viið Sólhema er náttúran sem er stórbrotin. Maður vaknar á morgnanna og það eina sem þú heyrir er fuglasöngur, það er þvílík kyrrð og orkan hér allt í kring, þar er varla hægt að lýsa því nema að þú komir og finnir það.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira