Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Eldflaugar af gerðinni DF-21D eru sérhannaðar til að granda flugmóðurskipum. Slíkum eldflaugum var skotið í Suður-Kínahaf í gær. AP/Andy Wong Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent