Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 17:53 Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“ Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“
Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05
Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent