Ísland sleppur við rauða listann Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:38 Fólk gengur eftir Þúsaldarbrúnni í Lundúnum á dögunum. Getty/Yui Mok Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að setja þrjú ný lönd á hinn svonefnda rauða lista, sem kveður á um að ferðamenn sem þaðan koma til Bretlands þurfi að sæta 14 daga sóttkví. Um er að ræða Sviss, Tékkland og Jamaíka, en Ísland er ekki á listanum eins og hugsanlegt var um tíma. Bresk yfirvöld miða við að nýgengi smita í löndunum sé 20 eða meira. Þessi tala stóð í 18,8 á Íslandi í gær. Í Sviss hefur skráðum tilfellum Covid-19 fjölgað mjög undanfarið. Í Tékklandi fjölgaði tilfellum um 25 prósent í síðustu viku og á Jamaíka fór nýgengi smita úr 4,3 á hverju 100 þúsund íbúa í 20,8 á einni viku, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky News. Eitt land var svo tekið af listanum, en það er Kúba, og er fólk sem ferðast þaðan til Bretlands nú frjálst ferða sinna um leið og það kemur til landsins. Skotar og Walesverjar hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir í þessum málum, t.d. bættu Skotar Svisslendingum á sinn rauða lista í síðustu viku og Singapúrar þurfa að sæta sóttkví þegar þeir koma til Wales. Bresk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir það hvernig þau hafa staðið að þessum málum í sumar. Ferðaskipuleggjendur og farþegar reiddust þannig mjög þegar ákveðið var að skikka alla Spánarfara í sóttkví við heimkomuna, nánast fyrirvaralaust. Ferðalangar frá Frakklandi fengu aðeins nokkurra daga fyrirvara fyrr í þessum mánuði. Nýi listinn tekur gildi frá og með næsta laugardegi en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir að ákvörðun um setja lönd á listann tekna að lokinni ítarlegri ígrundun og í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Utanríkismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira