Faraldurinn á niðurleið við óbreyttar aðstæður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:27 Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira