Ferðaþjónustan er ekki óvinurinn Þórir Garðarsson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar