Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 12:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira