Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 12:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira