Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2020 17:49 Fjárlaganefnd hefur óskað eftir umsögnum um frumvarp um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Vísir/Vilhelm Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. Þetta kemur fram á vef Túrista. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Alþýðusamband Íslands, Ferðamálastofa, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru á meðal aðila sem fjárlaganefnd óskaði eftir umsögn frá. Þá var óskað eftir umsögn frá flugfélaginu PLAY, en á vef Túrista er bent á að það sé ekki enn komið með flugrekstrarleyfi. Túristi bendir þá á að flugfélagið Ernir, sem flýgur innanlands, hafi ekki verið beðið um að leggja fram umsögn. Fyrirtækið er í beinni samkeppni við Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair. Túristi hefur eftir Willum Þór Þórssyni, formanni fjárlaganefndar, að öllum sé frjálst að senda inn umsagnir. Raunar hvetji Alþingi einmitt til þess. Listinn sem fastanefndir sendi frá sér þegar umsagna er óskað nái oft til stærri aðildarfélaga og samtaka. Því hafi í þessu tilfelli verið óskað eftir umsögnum frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Þá er haft eftir honum að í greinargerð frumvarpsins séu ríkisaðstoðarreglur og möguleg samkeppnisröskun á öðrum mörkuðum og í tengdri starfsemi vera meðvituð álitamál. Stjórnvöld hafi litið til þessa og telur Willum að fjárlaganefnd ætti einnig að gera það. Icelandair Alþingi Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. Þetta kemur fram á vef Túrista. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Alþýðusamband Íslands, Ferðamálastofa, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru á meðal aðila sem fjárlaganefnd óskaði eftir umsögn frá. Þá var óskað eftir umsögn frá flugfélaginu PLAY, en á vef Túrista er bent á að það sé ekki enn komið með flugrekstrarleyfi. Túristi bendir þá á að flugfélagið Ernir, sem flýgur innanlands, hafi ekki verið beðið um að leggja fram umsögn. Fyrirtækið er í beinni samkeppni við Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair. Túristi hefur eftir Willum Þór Þórssyni, formanni fjárlaganefndar, að öllum sé frjálst að senda inn umsagnir. Raunar hvetji Alþingi einmitt til þess. Listinn sem fastanefndir sendi frá sér þegar umsagna er óskað nái oft til stærri aðildarfélaga og samtaka. Því hafi í þessu tilfelli verið óskað eftir umsögnum frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Þá er haft eftir honum að í greinargerð frumvarpsins séu ríkisaðstoðarreglur og möguleg samkeppnisröskun á öðrum mörkuðum og í tengdri starfsemi vera meðvituð álitamál. Stjórnvöld hafi litið til þessa og telur Willum að fjárlaganefnd ætti einnig að gera það.
Icelandair Alþingi Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira