Þvertók fyrir að vera grófur en var svo hent úr húsi fyrir ljótt brot á Luka Doncic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Marcus Morris brýtur á Luka Doncic í leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks í gær. Hann var rekinn af velli fyrir brotið. getty/Kevin C. Cox Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn