Jon Rahm tryggði sér sigur með mögnuðu tuttugu metra pútti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 12:30 Spánverjinn Jon Rahm fagnar sigurpúttinu sínu á BMW Championship. EPA-EFE/TANNEN MAURY Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020 Golf Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020
Golf Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira