Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 22:20 Tveir grímuklæddir menn í New York í Bandaríkjunum. Noam Galai/Getty Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00