Handbolti

Afturelding mætir gamla liðinu hans Gintaras

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Árni Ólafsson og félagar í Aftureldingu mæta Gravitas-Karys frá Litháen í Evrópubikarnum í handbolta.
Guðmundur Árni Ólafsson og félagar í Aftureldingu mæta Gravitas-Karys frá Litháen í Evrópubikarnum í handbolta. vísir/bára

Dregið var í 2. umferð Evrópubikars karla og kvenna í handbolta í dag. Tvö íslensk lið voru í pottinum.

Karlalið Aftureldingar mætir Granitas-Karys frá Litháen. Fyrri leikurinn fer fram helgina 14.-15. nóvember og sá seinni helgina þar á eftir (21.-22. nóvember).

Litháíski leikstjórnandinn Gintaras Savukynas tengir þessi lið saman en hann kom til Aftureldingar frá Granitas-Karys 1998. Á sínu fyrsta tímabili í Mosfellsbænum unnu Gintaras og félagar alla þá titla sem í boði voru. Hann lék með Aftureldingu til 2001.

Kvennalið Vals mætir Rincon Fertilidad Malaga frá Spáni. Liðið var í 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni var hætt í vor vegna kórónuveirufaraldursins.

Fyrri leikur liðanna fer fram helgina 10.-11. október og seinni leikurinn viku seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×