Vilja að þingmenn upplýsi um vildarpunktastöðu sína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 15:14 Þétt setinn salur Alþingis. Þessa dagana er betur dreift úr þingmönnum til að halda uppi fjarlægðartakmörkunum. Vísir/Vilhelm Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins, þar á meðal vildarpunktastöðu þeirra hjá flugfélaginu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpi fjármálaráðherra um fjáraukalög 2020, sem nær til hinnar fyrirhuguðu ríkisábyrgð. Samtökin berjast að sögn formannsins fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé. Samtökin voru ekki á meðal þeirra félaga eða stofnana sem fengu umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins, en hver sem getur sent inn umsagnir um þingmál. Lítil flugumferð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að um 500-1000 manns færu um flugvöllinn á degi hverjum þessa dagana.Vísir/Vilhelm Í umsögninni kemur fram að samtökin leggist alfarið gegn því að íslenska ríkið ábyrgist umrædda lánalínu, engan veginn sé búið að skoða með hvaða öðrum, og mögulega ódýrari hætti, sé hægt tryggja flugsamgöngur til og frá Íslandi, muni hinn frjálsi markaður ekki sjá um slíkt, líkt og það er orðað í umsögninni. Þar kemur einnig fram að ekki sé verið að gera lítið úr mikilvægi Icelandair fyrir íslenska ferðaþjónustu, en að ekki sé þörf á því að flýta för hvað varðar ríkisábyrgð. „Þá gera Samtök skattgreiðenda þá kröfu til þingmanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar persónulega hagsmuni af því að verja Icelandair falli,“ segir orðrétt í umsöginni. Er þess óskað að þingmenn upplýsti hvort að þeir, makar þeirra eða aðrir nákomnir eigi einhverja hagsmuni að gæta að verja Icelandair falli vegna fríðina sem þeir kunni að njóta hjá félaginu. Því óska samtökin eftir því að hver þingmaður upplýsi um hver sé staða þeirra í vildar- og ferðapunktum, hvort viðkomandi sé silfur- eða gullkortshafi í Vildarklúbbi Icelandair og hvort viðkomandi sé handhafi hlutafjár í Icelandair. Vilja samtökin að þessar upplýsingar liggi fyrir áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið, en Alþingi þarf að samþykkja að veita Icelandair Group ríkisábyrgð. Þannig megi koma í veg fyrir „eftiráspeki og gagnrýni“ í þeim efnum. Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins, þar á meðal vildarpunktastöðu þeirra hjá flugfélaginu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpi fjármálaráðherra um fjáraukalög 2020, sem nær til hinnar fyrirhuguðu ríkisábyrgð. Samtökin berjast að sögn formannsins fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé. Samtökin voru ekki á meðal þeirra félaga eða stofnana sem fengu umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins, en hver sem getur sent inn umsagnir um þingmál. Lítil flugumferð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að um 500-1000 manns færu um flugvöllinn á degi hverjum þessa dagana.Vísir/Vilhelm Í umsögninni kemur fram að samtökin leggist alfarið gegn því að íslenska ríkið ábyrgist umrædda lánalínu, engan veginn sé búið að skoða með hvaða öðrum, og mögulega ódýrari hætti, sé hægt tryggja flugsamgöngur til og frá Íslandi, muni hinn frjálsi markaður ekki sjá um slíkt, líkt og það er orðað í umsögninni. Þar kemur einnig fram að ekki sé verið að gera lítið úr mikilvægi Icelandair fyrir íslenska ferðaþjónustu, en að ekki sé þörf á því að flýta för hvað varðar ríkisábyrgð. „Þá gera Samtök skattgreiðenda þá kröfu til þingmanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar persónulega hagsmuni af því að verja Icelandair falli,“ segir orðrétt í umsöginni. Er þess óskað að þingmenn upplýsti hvort að þeir, makar þeirra eða aðrir nákomnir eigi einhverja hagsmuni að gæta að verja Icelandair falli vegna fríðina sem þeir kunni að njóta hjá félaginu. Því óska samtökin eftir því að hver þingmaður upplýsi um hver sé staða þeirra í vildar- og ferðapunktum, hvort viðkomandi sé silfur- eða gullkortshafi í Vildarklúbbi Icelandair og hvort viðkomandi sé handhafi hlutafjár í Icelandair. Vilja samtökin að þessar upplýsingar liggi fyrir áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið, en Alþingi þarf að samþykkja að veita Icelandair Group ríkisábyrgð. Þannig megi koma í veg fyrir „eftiráspeki og gagnrýni“ í þeim efnum.
Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14