Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjáKrabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Unnið er að því að endurskoða um 6000 sýni vegna alvarlegra mistaka starfsmanns félagsins sem uppgötvuðust í sumar.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Hægt er að sjá fréttirnar neðst í þessari frétt.

Ríkinu hefur verið gert að reiða fram rúman milljarð króna til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga samkvæmt niðurstöðu gerðardóms. Formaður hjúkrunarfræðinga segir ekki liggja fyrir hvernig kjör félagsmanna munu batna.

Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en ekki að þær séu í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér álandi síðustu 20 mánuði en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi nauðsynlega að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn.

Nánar verður greint frá þessu í kvöldfréttum og einnig litið á æfingu fyrir Jazzhátíð, sem er ein fárra hátíða sem ekki hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×