Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 19:50 Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Vísir/Skjáskot Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Þremur leikjum er nú lokið í Lengjudeild karla af þeim fimm sem fara fram í kvöld. Leiknir Reykjavík gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍBV að velli. Þá vann Magni Grenivík sinn annan sigur í röð á meðan Vestri valtaði yfir Þór Akureyri á Ísafirði. Leiknir heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld og fóru heim í Breiðholtið með þrjú stig. Mörk Leiknis skoruðu Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og áttu heimamenn engin svör í þeim síðari. Mark Sólons Breka var einkar glæsilegt en hann skoraði með skoti frá miðjulínu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Leiknismenn nú unnið tvo leiki í röð gegn liðum sem eru að berjast um að komast upp í Pepsi Max deildina. Þeir unnu Keflavík 5-1 á heimavelli og svo ÍBV 2-0 í kvöld. Sigurinn lyftir Leikni upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan ÍBV dettur niður í 4. sætið með 24 stig. Lokatölur! 0-2! pic.twitter.com/wM1tZ6ocys— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) September 2, 2020 Magni á óvænt möguleika á að halda sér uppi en menn neita einfaldlega að gefast upp á Grenivík. Liðið hafði ekki unnið leik þangað til í síðustu umferð þegar það vann Leikni frá Fáskrúðsfirði óvænt 3-1 á útivelli. Þar áður höfðu Magnamenn náð í stig á heimavelli gegn ÍBV. Annar sigur sumarsins kom í kvöld er Afturelding heimsótti Grenivík. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en fyrri leikur liðanna fór 7-0 fyrir Aftureldingu. Louis Aaron Wardle og Costelus Lauturu komu Magna í 2-0 í fyrri hálfleik. Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í þeim síðari áður en Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna aftur tveimur mörkum yfir með marki úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Jason Daði minnkaði muninn að nýju en nær komst Afturelding ekki. Lokatölur 3-2 og annar sigur Magna í sumar staðreynd. Sigurinn lyftir Magna upp af botninum. Liðið er nú í 11. sæti með átta stig. Afturelding er í 8. sæti með 12 stig. Þá vann Vestri góðan 4-1 heimasigur á Þór Akureyri á Ísafirði í kvöld. Heimamenn sitja nú í 7. sæti með 19 stig á meðan Þór er sæti ofar með 20 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Reykjavík ÍBV Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira