Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. september 2020 20:42 Hörður Guðmundsson er forstjóri Ernis. Vísir/Sigurjón Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira