Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 11:07 Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009 og 2010. Samsett/Alþingi/Vísir/Vilhelm Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. Forsvarsmenn gangist ekki við mistökunum heldur varpi í stað þess ábyrgðinni á fyrrverandi starfsmann. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað ítarlega um mál Krabbameinsfélagsins síðustu daga. Ágúst Ingi Ágústsson sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mannleg mistök hefðu verið gerð árið 2018 við greiningu á leghálssýni konu sem nú er með ólæknandi krabbamein. Starfsmaður félagsins sem sinnti því að greina sýnin á þessum tíma hafi verið andlega veikur. Fram kom í máli Ágústs í kvöldfréttum að félagið hefði haft áhyggjur af starfsmanninum. Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009-2010. Hún segir í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi að hún eigi aðeins eitt orð yfir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins í málinu: Siðleysi. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni á þeirri staðreynd að allt að 150 konur hafi fengið rangar niðurstöður á Leitarstöðinni, er sök varpað á einn fyrrverandi (og nánast nafngreindan) starfsmann – og það vegna veikinda hans!“ skrifar Álfheiður. „En til að forðast einnig að taka ábyrgð á þeirri ásökun er skýrt tekið fram í yfirlýsingu félagsins að „ekki sé hægt að fullyrða um hvort heilsubrestur viðkomandi hefði stuðlað að því sem gerðist.“ Siðleysi!“ „Mannleg mistök sem alltaf geta orðið“ mikil einföldun Álfheiður tekur fram að sér hafi verið annt um Krabbameinsfélagið en sjálf fór hún í krabbameinsmeðferð árin 1999 og 2007. Hún hafi stutt við félagið eins og henni var unnt í embætti sínu sem heilbrigðisráðherra. En nú vandar hún félaginu ekki kveðjurnar. „Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ. Og get ekki fyrirgefið hversu grátt þeir hafa leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp þetta merka félag, en þeirra á meðal var faðir minn, sem var gjaldkeri KÍ um árabil og sat í vísindaráði þess. Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið“. En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun. Ég get ekki orða bundist.“ Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. Forsvarsmenn gangist ekki við mistökunum heldur varpi í stað þess ábyrgðinni á fyrrverandi starfsmann. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað ítarlega um mál Krabbameinsfélagsins síðustu daga. Ágúst Ingi Ágústsson sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mannleg mistök hefðu verið gerð árið 2018 við greiningu á leghálssýni konu sem nú er með ólæknandi krabbamein. Starfsmaður félagsins sem sinnti því að greina sýnin á þessum tíma hafi verið andlega veikur. Fram kom í máli Ágústs í kvöldfréttum að félagið hefði haft áhyggjur af starfsmanninum. Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009-2010. Hún segir í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi að hún eigi aðeins eitt orð yfir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins í málinu: Siðleysi. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni á þeirri staðreynd að allt að 150 konur hafi fengið rangar niðurstöður á Leitarstöðinni, er sök varpað á einn fyrrverandi (og nánast nafngreindan) starfsmann – og það vegna veikinda hans!“ skrifar Álfheiður. „En til að forðast einnig að taka ábyrgð á þeirri ásökun er skýrt tekið fram í yfirlýsingu félagsins að „ekki sé hægt að fullyrða um hvort heilsubrestur viðkomandi hefði stuðlað að því sem gerðist.“ Siðleysi!“ „Mannleg mistök sem alltaf geta orðið“ mikil einföldun Álfheiður tekur fram að sér hafi verið annt um Krabbameinsfélagið en sjálf fór hún í krabbameinsmeðferð árin 1999 og 2007. Hún hafi stutt við félagið eins og henni var unnt í embætti sínu sem heilbrigðisráðherra. En nú vandar hún félaginu ekki kveðjurnar. „Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ. Og get ekki fyrirgefið hversu grátt þeir hafa leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp þetta merka félag, en þeirra á meðal var faðir minn, sem var gjaldkeri KÍ um árabil og sat í vísindaráði þess. Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið“. En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun. Ég get ekki orða bundist.“ Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31