Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 12:14 Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Ljósmyndin sýnir björgunarsveit að störfum í óveðri frá liðnum vetri. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda