Fjármálaráðherra segir þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2020 12:31 Fjármálaráðherra segir þörf á miklum samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna hafi ríkisstjórnin gert samgöngusáttmála við sveitarfélögin þar sem meðal annars feli í sér bættar almenningssamgöngur. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda. Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda.
Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22