Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 24-26 | ÍBV hafði betur á Hlíðarenda Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 6. september 2020 20:10 ÍBV fagna að leik loknum. Vísir/HAG Bikarmeistarar ÍBV höfðu betur gegn deildarmeisturum Vals í Meistarakeppni HSÍ. Leikið var að Hlíðarenda og unnu ÍBV tveggja marka sigur, 26-24. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV unnu Meistarakeppni HSÍ í kvöld.Vísir/HAG Fyrri hálfleikur byrjaði af fullum krafti og var fyrsta mark leiksins til að mynda úr víti sem Hákon Daði Styrmisson tók en það var þegar að þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Eftir það fór boltinn að rúlla. Mjög jafn leikur til að byrja með, og náðu Valsmenn að komast tveimur mörkum yfir þegar um 12. mínútur voru búnar af leiknum. Það var reyndar í eina skiptið sem þeir komust yfir í leiknum og náðu ÍBV að komast yfir fjórum mínútum seinna. Sóknarleikur beggja liða var góður og var hart tekist á í vörninni en ÍBV passaði sig samt á því að láta Valsmenn ekki ná sér þrátt fyrir að hafa verið tveimur færri um stund og skyldu liðin að með einu marki í hálfleik 12-13 fyrir ÍBV. Í seinni hálfleik fóru ÍBV að gefa aðeins betur í og komu þeir sér fjórum mörkum yfir þegar um 10. mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Valsmenn náðu aðeins að saxa á forskotið og koma sér í 16-17 en Eyjamenn gáfu þá aðeins betur í og voru lokatölur leiksins 24-26 fyrir ÍBV. Af hverju vann ÍBV? ÍBV spilaði gríðarlega vel í dag. Sóknarleikurinn til fyrirmyndar og varnarleikurinn. Þrátt fyrir að hafa fengið inn nýja leikmenn en einnig misst leikmenn út var góð liðsheild og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV voru það Hákon Daði Styrmisson með sex mörk og þar af fimm víti. Sigtryggur Daði Rúnarsson kom sterkur inn í lið ÍBV og skoraði fimm mörk og svo var Dagur Arnarsson einnig öflugur með fjögur mörk. Varnarleikur ÍBV heilt yfir stóð uppúr og ekki skemmdi fyrri að hafa Petar Jokanovic í markinu með 12 bolta varða, 35% markvörslu. Markvarsla ÍBV var góð í kvöld.Vísir/HAG Hjá Valsmönnum voru það Magnús Óli Magnússon og Finnur Ingi Stefánsson atkvæðamestir með sex mörk. Á eftir þeim fylgdi Róbert Aron Hostert með fjögur mörk. Hvað gekk illa? Í raun voru þetta tvö gríðarlega sterk lið að mætast og gekk Valsmönnum verr en ÍBV. Leikurinn var jafn en það vantaði herslumuninn í Valsliðið til að landa sigri. Hvað er framundan? Olís deildin hefst á fimmtudaginn 10. september. Þá mætir ÍBV, ÍR í Austurbergi kl 19:30. Valur sækir FH heim í Kaplakrika, laugardaginn 12. september kl 18:00 Snorri Steinn var súr í leikslok.Vísir/HAG Snorri Steinn: Við töpuðum leik upp á titil. Snorri Steinn Guðjónsson var fáorður og að vonum svekktur eftir tap sinna mann í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, þegar liðið mætti ÍBV í Origo höllinni í kvöld. „Þetta voru vonbrigði, við töpuðum leik upp á titil.“ „Arnar Snær er ristabrotinn en aðrir menn eru heilir,“ sagði Snorri Steinn um stöðuna á liði sínu fyrir komandi tímabil. Nú þegar að langt hlé hefur verið sem leiddi til þess að Olís deildin var flautuð af hafa liðin verið að fá nýja leikmenn inn. Aðspurður kvaðst Snorri hafa fengið inn þrjá nýja leikmenn og er hann að tala um Martin Nagy sem þeir fengu að láni frá Pick Szeged. Tumi Steinn snéri einnig í uppeldisfélagið frá Aftureldingu og svo kom Þorgeir Bjarki Davíðsson frá HK. Einnig var Tjörvi Týr á skýrslu hjá Val en hann kemur frá Fram. Sigtryggur Daði Rúnarsson: Þetta er flott byrjun. „Þetta er flott byrjun, fyrsti svona alvöru leikur. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með hvernig þetta var tekið,“ sagði Sigtryggur Daði eftir sigur á Val í dag. „Ég ætla að spila nokkra leiki og sjá hvernig deildin er, en það er auðvitað breyting,“ en Sigtryggur gekk til liðs við ÍBV nú í vor eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil í Þýskalandi og kemur hann frá Lübeck-Schwartau í þýsku B-deildinni. Íslenski handboltinn Handbolti Valur ÍBV
Bikarmeistarar ÍBV höfðu betur gegn deildarmeisturum Vals í Meistarakeppni HSÍ. Leikið var að Hlíðarenda og unnu ÍBV tveggja marka sigur, 26-24. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV unnu Meistarakeppni HSÍ í kvöld.Vísir/HAG Fyrri hálfleikur byrjaði af fullum krafti og var fyrsta mark leiksins til að mynda úr víti sem Hákon Daði Styrmisson tók en það var þegar að þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Eftir það fór boltinn að rúlla. Mjög jafn leikur til að byrja með, og náðu Valsmenn að komast tveimur mörkum yfir þegar um 12. mínútur voru búnar af leiknum. Það var reyndar í eina skiptið sem þeir komust yfir í leiknum og náðu ÍBV að komast yfir fjórum mínútum seinna. Sóknarleikur beggja liða var góður og var hart tekist á í vörninni en ÍBV passaði sig samt á því að láta Valsmenn ekki ná sér þrátt fyrir að hafa verið tveimur færri um stund og skyldu liðin að með einu marki í hálfleik 12-13 fyrir ÍBV. Í seinni hálfleik fóru ÍBV að gefa aðeins betur í og komu þeir sér fjórum mörkum yfir þegar um 10. mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Valsmenn náðu aðeins að saxa á forskotið og koma sér í 16-17 en Eyjamenn gáfu þá aðeins betur í og voru lokatölur leiksins 24-26 fyrir ÍBV. Af hverju vann ÍBV? ÍBV spilaði gríðarlega vel í dag. Sóknarleikurinn til fyrirmyndar og varnarleikurinn. Þrátt fyrir að hafa fengið inn nýja leikmenn en einnig misst leikmenn út var góð liðsheild og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV voru það Hákon Daði Styrmisson með sex mörk og þar af fimm víti. Sigtryggur Daði Rúnarsson kom sterkur inn í lið ÍBV og skoraði fimm mörk og svo var Dagur Arnarsson einnig öflugur með fjögur mörk. Varnarleikur ÍBV heilt yfir stóð uppúr og ekki skemmdi fyrri að hafa Petar Jokanovic í markinu með 12 bolta varða, 35% markvörslu. Markvarsla ÍBV var góð í kvöld.Vísir/HAG Hjá Valsmönnum voru það Magnús Óli Magnússon og Finnur Ingi Stefánsson atkvæðamestir með sex mörk. Á eftir þeim fylgdi Róbert Aron Hostert með fjögur mörk. Hvað gekk illa? Í raun voru þetta tvö gríðarlega sterk lið að mætast og gekk Valsmönnum verr en ÍBV. Leikurinn var jafn en það vantaði herslumuninn í Valsliðið til að landa sigri. Hvað er framundan? Olís deildin hefst á fimmtudaginn 10. september. Þá mætir ÍBV, ÍR í Austurbergi kl 19:30. Valur sækir FH heim í Kaplakrika, laugardaginn 12. september kl 18:00 Snorri Steinn var súr í leikslok.Vísir/HAG Snorri Steinn: Við töpuðum leik upp á titil. Snorri Steinn Guðjónsson var fáorður og að vonum svekktur eftir tap sinna mann í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, þegar liðið mætti ÍBV í Origo höllinni í kvöld. „Þetta voru vonbrigði, við töpuðum leik upp á titil.“ „Arnar Snær er ristabrotinn en aðrir menn eru heilir,“ sagði Snorri Steinn um stöðuna á liði sínu fyrir komandi tímabil. Nú þegar að langt hlé hefur verið sem leiddi til þess að Olís deildin var flautuð af hafa liðin verið að fá nýja leikmenn inn. Aðspurður kvaðst Snorri hafa fengið inn þrjá nýja leikmenn og er hann að tala um Martin Nagy sem þeir fengu að láni frá Pick Szeged. Tumi Steinn snéri einnig í uppeldisfélagið frá Aftureldingu og svo kom Þorgeir Bjarki Davíðsson frá HK. Einnig var Tjörvi Týr á skýrslu hjá Val en hann kemur frá Fram. Sigtryggur Daði Rúnarsson: Þetta er flott byrjun. „Þetta er flott byrjun, fyrsti svona alvöru leikur. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með hvernig þetta var tekið,“ sagði Sigtryggur Daði eftir sigur á Val í dag. „Ég ætla að spila nokkra leiki og sjá hvernig deildin er, en það er auðvitað breyting,“ en Sigtryggur gekk til liðs við ÍBV nú í vor eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil í Þýskalandi og kemur hann frá Lübeck-Schwartau í þýsku B-deildinni.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti