Heitur Harden kom Houston yfir | Heat í frábærri stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 10:30 Tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Mike Ehrmann/Getty Images Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira