Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2020 09:38 Teikning af fyrirhugðum Qaqortoq-flugvelli á Suður-Grænlandi. Gert er ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut sem hægt verði að lengja í 1.800 metra. Teikning/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15