Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 17:42 Krabbameinsfélagið áréttar í yfirlýsingu að félagið beri alla ábyrgð á málinu og afleiðingum þess. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent