Adda Örnólfs látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 11:44 Adda Örnólfs söng lög sem flestum Íslendingum eru að góðu kunn. Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur Andlát Tónlist Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur
Andlát Tónlist Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira