Adda Örnólfs látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 11:44 Adda Örnólfs söng lög sem flestum Íslendingum eru að góðu kunn. Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur
Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira