Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 18:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira