Eru þrír trójuhestar í vegi samgöngusáttmála? Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 9. september 2020 10:30 Bráðum er eitt ár liðið frá því að Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu samgöngusáttmálann. Sáttmálinn kveður meðal annars á um forgangsröðun tiltekinna framkvæmda á næstu fimmtán árum og þá á að tryggja tengingar við Sundabraut. Fjármálaráðherra lét hafa eftir sér í viðtali við Morgunblaðið að Sundabrautin væri órjúfanlegur hluti sáttmálans. Athygli vekur að í grennd við þrjár samgönguframkvæmdir sem eiga að vera í forgangi hefur borgin jafnframt kynnt annars konar uppbyggingu og velta má fyrir sér hvort með því sé verið að auka flækjustig eða fækka mögulegum útfærslum á framkvæmdum í samgöngusáttmála. 1. Sundabraut Fyrst að Sundabraut: Nú er unnið að því að reisa smáhýsi í Gufunesi. Á síðasta borgarstjórnarfundi var borgarstjóri spurður að því hvort þau séu ekki reist þannig að lega þeirra skarist við eina af mögulegu útfærslum Sundabrautar, þeirri hagkvæmustu af þeim möguleikum sem eftir eru samkvæmt mati Vegagerðarinnar, en eins og áður hefur komið fram er Vogabyggð skipulögð í legu þeirrar leiðar sem var upphaflega talin hagkvæmust. En aðspurður um smáhýsin sagði borgarstjóri svo ekki vera þar sem ljóst væri að gera ætti jarðgöng (sjáhér, frá mínútu 14). Í viðtali um síðustu helgi nefndi formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar hinsvegar brú sem möguleika (sjáhér). Í sömu vikunni tala kjörnir fulltrúar meirihlutans því í kross um legu Sundabrautar. Legan er ekki ljós og þau geta því varla fullyrt að smáhýsin séu ekki á óheppilegum stað. Í öðru lagi er nú verið að reisa og selja íbúðir í Gufunesi. Í kynningu á framkvæmdunum kemur hvergi fram að þær gætu orðið í miklu návígi við Sundabraut en þó hefur verði gefið út að kálgarðar sem fylgja íbúðunum eru beinlínis í helgunarsvæði hennar (sjá hér, frá mínútu 10). Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að upplýst sé skilmerkilega um þetta. Persónulega ímynda ég mér að það yrði að minnsta kosti mikið svekkelsi að kaupa óaðvitandi íbúð í íbúðakjarna beint ofan í Sundabraut en íbúðirnar eru einmitt hugsaðar fyrir þá sem kjósa sér að eiga ekki bíl. Það segir sig einhvern veginn sjálft. 2. Gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg Þá að gatnamótum við Bústaðaveg og Sprengisand en vestan við þau eru hafnar framkvæmdir á bættu neti hjólastíga og færsla á hluta Bústaðavegar sem er auðvitað jákvæð þróun. En það gefur augaleið að fyrst að Vegagerðin hefur metið það svo í áraraðir að það þurfi að laga þurfi ofangreind gatnamót, bæði vegna þess að þau eru ein þau umferðarþyngstu á landinu og vegna þess að af öllum gatnamótum verða þar næstflest slys með meiðslum, hefði farið betur á því að vinna hönnun á þessum tveimur framkvæmdum samhliða. Yfirstandandi framkvæmdir við Bústaðaveg voru hinsvegar boðnar út eftir undirritun sáttmálans og áður en nákvæm útfærsla á breytingu gatnamótanna við Reykjanesbraut og Bústaðaveg samkvæmt samgöngusáttmála liggur fyrir. 3. Gatnamót við Arnarnesveg og Breiðholtsbraut Nú að Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Í nýju hverfisskipulagi Breiðholts er kynnt til leiks spennandi hugmynd um Vetrargarð við skíðabrekkuna fyrir ofan Jafnasel þar sem hægt verður að skíða allt árið. Vetrargarðurinn myndi liggja ansi nálægt Arnarnesvegi sem samkvæmt gögnum sem vísað er til í samgöngusáttmála á að verða stofnbraut með mislægum gatnamótum. Þegar spurt var um þessa nálægð á kynningarfundi um skipulagið kom fram að Vegagerðin myndi þurfa að aðlaga sig að Vetrargarðinum og að ekki væri pláss fyrir mislæg gatnamót. Þetta vakti furðu þeirra sem mættu sem spurðust frekar fyrir um málið á fleiri stöðum og bentu á í hvað stefndi. Nokkrum dögum síðar var komið annað hljóð í strokkinn og á veffundi á vegum Reykjavíkur var skipulagið kynnt á hinn veginn, það er að lega Vetrargarðs verði háð gatnamótunum. Formleg kynning að nánari útfærslum á Arnarnesvegi hefur verið boðuð í samgöngu- og skipulagsráði í dag og þá kemur í ljós í hvorn fótinn Reykjavíkurborg ætlar að stíga. Þrengt að samgöngusáttmála með aukinni óvissu Af öllu ofansögðu virðist borginni liggja á að ráðast í framkvæmdir einmitt á fyrrnefndum stöðum og að skipuleggja ofan í hálsmálið á bættum tengingum í samgöngukerfinu. Það er nánast útilokað að um hreina tilviljun sé að ræða en þörfin á framkvæmdunum í samgöngusáttmála hefur legið fyrir í fjölmörg ár, þar að baki liggur meðal annars mat Vegagerðarinnar og ekki að ástæðulausu sem þetta heita forgangsframkvæmdir. Hvort sem er blasir við hugsanleg sóun á opinberum fjármunum og glötuð tækifæri í skilvirku framtíðarskipulagi. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar hefur lofað að sáttmálinn skuli standa en einnig sagt að Sundabraut gæti verið trójuhestur. Hugsanlega var hún þá með í huga sína trójuhesta, það er að segja ákvarðanir meirihlutans að skipuleggja með þeim hætti að þegar upp er staðið verði ómögulegt að gera nauðsynlegar betrumbætur á samgöngumannvirkjum samkvæmt sáttmálanum. Það samræmist ekki markmiðum hans, sem miða einmitt að því að auka öryggi vegfarenda, gera allt samgöngukerfið skilvirkara og færa það þar með í átt að loftlagsmarkmiðum. En ef það er staðan er ljóst að samgöngusáttmálinn er fallinn um sjálft sig. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Reykjavík Samgöngur Sundabraut Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Bráðum er eitt ár liðið frá því að Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu samgöngusáttmálann. Sáttmálinn kveður meðal annars á um forgangsröðun tiltekinna framkvæmda á næstu fimmtán árum og þá á að tryggja tengingar við Sundabraut. Fjármálaráðherra lét hafa eftir sér í viðtali við Morgunblaðið að Sundabrautin væri órjúfanlegur hluti sáttmálans. Athygli vekur að í grennd við þrjár samgönguframkvæmdir sem eiga að vera í forgangi hefur borgin jafnframt kynnt annars konar uppbyggingu og velta má fyrir sér hvort með því sé verið að auka flækjustig eða fækka mögulegum útfærslum á framkvæmdum í samgöngusáttmála. 1. Sundabraut Fyrst að Sundabraut: Nú er unnið að því að reisa smáhýsi í Gufunesi. Á síðasta borgarstjórnarfundi var borgarstjóri spurður að því hvort þau séu ekki reist þannig að lega þeirra skarist við eina af mögulegu útfærslum Sundabrautar, þeirri hagkvæmustu af þeim möguleikum sem eftir eru samkvæmt mati Vegagerðarinnar, en eins og áður hefur komið fram er Vogabyggð skipulögð í legu þeirrar leiðar sem var upphaflega talin hagkvæmust. En aðspurður um smáhýsin sagði borgarstjóri svo ekki vera þar sem ljóst væri að gera ætti jarðgöng (sjáhér, frá mínútu 14). Í viðtali um síðustu helgi nefndi formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar hinsvegar brú sem möguleika (sjáhér). Í sömu vikunni tala kjörnir fulltrúar meirihlutans því í kross um legu Sundabrautar. Legan er ekki ljós og þau geta því varla fullyrt að smáhýsin séu ekki á óheppilegum stað. Í öðru lagi er nú verið að reisa og selja íbúðir í Gufunesi. Í kynningu á framkvæmdunum kemur hvergi fram að þær gætu orðið í miklu návígi við Sundabraut en þó hefur verði gefið út að kálgarðar sem fylgja íbúðunum eru beinlínis í helgunarsvæði hennar (sjá hér, frá mínútu 10). Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að upplýst sé skilmerkilega um þetta. Persónulega ímynda ég mér að það yrði að minnsta kosti mikið svekkelsi að kaupa óaðvitandi íbúð í íbúðakjarna beint ofan í Sundabraut en íbúðirnar eru einmitt hugsaðar fyrir þá sem kjósa sér að eiga ekki bíl. Það segir sig einhvern veginn sjálft. 2. Gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg Þá að gatnamótum við Bústaðaveg og Sprengisand en vestan við þau eru hafnar framkvæmdir á bættu neti hjólastíga og færsla á hluta Bústaðavegar sem er auðvitað jákvæð þróun. En það gefur augaleið að fyrst að Vegagerðin hefur metið það svo í áraraðir að það þurfi að laga þurfi ofangreind gatnamót, bæði vegna þess að þau eru ein þau umferðarþyngstu á landinu og vegna þess að af öllum gatnamótum verða þar næstflest slys með meiðslum, hefði farið betur á því að vinna hönnun á þessum tveimur framkvæmdum samhliða. Yfirstandandi framkvæmdir við Bústaðaveg voru hinsvegar boðnar út eftir undirritun sáttmálans og áður en nákvæm útfærsla á breytingu gatnamótanna við Reykjanesbraut og Bústaðaveg samkvæmt samgöngusáttmála liggur fyrir. 3. Gatnamót við Arnarnesveg og Breiðholtsbraut Nú að Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Í nýju hverfisskipulagi Breiðholts er kynnt til leiks spennandi hugmynd um Vetrargarð við skíðabrekkuna fyrir ofan Jafnasel þar sem hægt verður að skíða allt árið. Vetrargarðurinn myndi liggja ansi nálægt Arnarnesvegi sem samkvæmt gögnum sem vísað er til í samgöngusáttmála á að verða stofnbraut með mislægum gatnamótum. Þegar spurt var um þessa nálægð á kynningarfundi um skipulagið kom fram að Vegagerðin myndi þurfa að aðlaga sig að Vetrargarðinum og að ekki væri pláss fyrir mislæg gatnamót. Þetta vakti furðu þeirra sem mættu sem spurðust frekar fyrir um málið á fleiri stöðum og bentu á í hvað stefndi. Nokkrum dögum síðar var komið annað hljóð í strokkinn og á veffundi á vegum Reykjavíkur var skipulagið kynnt á hinn veginn, það er að lega Vetrargarðs verði háð gatnamótunum. Formleg kynning að nánari útfærslum á Arnarnesvegi hefur verið boðuð í samgöngu- og skipulagsráði í dag og þá kemur í ljós í hvorn fótinn Reykjavíkurborg ætlar að stíga. Þrengt að samgöngusáttmála með aukinni óvissu Af öllu ofansögðu virðist borginni liggja á að ráðast í framkvæmdir einmitt á fyrrnefndum stöðum og að skipuleggja ofan í hálsmálið á bættum tengingum í samgöngukerfinu. Það er nánast útilokað að um hreina tilviljun sé að ræða en þörfin á framkvæmdunum í samgöngusáttmála hefur legið fyrir í fjölmörg ár, þar að baki liggur meðal annars mat Vegagerðarinnar og ekki að ástæðulausu sem þetta heita forgangsframkvæmdir. Hvort sem er blasir við hugsanleg sóun á opinberum fjármunum og glötuð tækifæri í skilvirku framtíðarskipulagi. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar hefur lofað að sáttmálinn skuli standa en einnig sagt að Sundabraut gæti verið trójuhestur. Hugsanlega var hún þá með í huga sína trójuhesta, það er að segja ákvarðanir meirihlutans að skipuleggja með þeim hætti að þegar upp er staðið verði ómögulegt að gera nauðsynlegar betrumbætur á samgöngumannvirkjum samkvæmt sáttmálanum. Það samræmist ekki markmiðum hans, sem miða einmitt að því að auka öryggi vegfarenda, gera allt samgöngukerfið skilvirkara og færa það þar með í átt að loftlagsmarkmiðum. En ef það er staðan er ljóst að samgöngusáttmálinn er fallinn um sjálft sig. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun