Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 12:08 Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur fallið um 20 prósent frá upphafi kórónufaraldursins. Kemur sér vel fyrir útflutningsgreinar en illa fyrir innflutning og Íslendinga á ferðalögum í útlöndum eða í netverslunum. Getty/Dinendra Haria/SOPA Images/LightRocket Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Líklegt er að samkomulag lífeyrissjóða og Seðlabanka um að þeir haldi sér til hlés í fjárfestingum í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum verði ekki endurnýjað þegar það rennur út seinnipartinn í næstu viku. Lífeyrissjóðirnir gerðu fyrst þriggja mánaða hlé á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga í samráði við Seðlabankann hinn 17. mars í upphafi kórónufaraldurins. Það samkomulag var síðan endurnýjað til annarra þriggja mánaða hinn 15. júní og rennur út á fimmtudag í næstu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur þegar gengi krónunnar hafði fallið um 20 prósent í upphafi kórónufaraldursins. Nú hefur það fallið um 20 prósent.Vísir/Vilhelm Þegar lífeyrissjóðirnir samþykktu fyrst í mars að gera hlé á erlendum fjárfestingum fagnaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því á fréttamannafundi. Hann ryfjaði upp að á árinu 2019 hafi viðskiptaafgangur þjóðarbúsins verið um 172 milljarðar króna sem hafi verið íslandsmet. „Og lífeyrissjóðirnir tóku sirka 120 milljarða af honum til að fjárfesta erlendis og það er mjög gott. Eins og lífeyriskerfið á að virka hjá okkur þá eigum við að vera með viðskiptaafgang sem lífeyrissjóðirnir síðan taka út og fjárfesta erlendis til að dreifa áhættu með lífeyrissparnaðinn okkar. Þess vegna eru þessi viðbrögð vel við hæfi núna þegar útflutningstekjur minnka að lífeyrissjóðirnir þá hinkri aðeins,“ sagði seðlabankastjóri hinn 18. mars síðast liðinn. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa margir sagt að framlengda samkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur út í næstu viku. En miðað við fjárfestingar þeirra í fyrra hafa lífeyrissjóðirnir haldið að sér höndum í útlöndum upp á um 60 milljarða króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar gagnvart evrunni fallið um 20 prósent. Seðlabankastjóri hafði ekki miklar áhyggjur af gengi krónunnar þegar það hafði fallið um tíu prósent í mars frá áramótum. „Ef það er óvissa eða óstöðugleiki á alþjóðavettvangi þá sækja fjárfestar í þessar stóru seljanlegu myntir. Eins og evruna, dollarinn, jenið, svissneska frankann. Þannig að þá veikjast hinar smærri myntir,“ sagði Ásgeir Jónsson um efnahagsástandið í upphafi kórónufaraldursins í mars. Gjaldeyrissútstreymi hefur verið minna en Seðlabankinn og fleiri óttuðust í upphafi kórónufaraldursins og bankinn á enn tæpa þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Þá var afgangur á viðskiptum við útlönd 24 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Seðlabankinn ekki óskað eftir því að lög verði sett til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum tímabundið. Þótt gefið hafi verið í skyn að það hefði verið gert í mars, ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki þá gert hlé á fjárfestingunum að eigin frumkvæði eftir samtal við seðlabankastjóra.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira