„Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 17:09 Þessi mynd er tekin í University of Massachusetts Medical School fyrr í mánuðinum. Rannsakandinn tekur blóð úr sjálfboðaliða sem tekur þátt í rannsókn og þróun bóluefnis gegn Covid-19. Getty/Craig F. Walker Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira