Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 11:52 Trump svaraði spurningum um fullyrðingar í bók Woodward eftir að hann hélt viðburð þar sem hann kynnti hæstaréttardómaraefni sem hann gæti tilnefnt á öðru kjörtímabili sínu. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“. Í nýrri bók kemur fram að Trump var fulljóst hversu alvarleg hættan af veirunni var þegar í febrúar. Upptökur eru til af samtölum Trump við Bob Woodward, blaðamann Washington Post, í tengslum við nýja bók þess síðarnefnda sem kemur út í næstu viku, þar á meðal af símtali þar sem Trump viðurkenndi að hann hefði alltaf viljað gera sem minnst úr faraldrinum. Í febrúar hafði Trump lýst því fjálglega fyrir Woodward hversu hættuleg veiran væri. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænari en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Um 190.000 Bandaríkamenn hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Alríkisstjórnin sem Trump stýrir er talin hafa klúðrað viðbrögðum við faraldrinum strax frá upphafi, meðal annars með því að grípa ekki strax til ráðstafana til að skima fyrir veirunni og rekja smit. Ríkisstjórn Trump lét einstökum ríkjum að mestu eftir að bregðast við faraldrinum sem skapaði ýmis vandamál fyrir þau að tryggja sér nauðsynlegan búnað eins og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og öndunarvélar. Þá hefur Trump ítrekað og í gegnum allan faraldurinn grafið undan sóttvarnatilmælum eigin ríkisstjórnar, sérstaklega um félagsforðun og grímunotkun. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra hluta af símtali Trump og Woodward þar sem forsetinn lýsir því hversu hættuleg kórónuveiran er. Vildi sýna „sjálfstraust“ og „styrkleika“ Uppljóstranirnar í bók Woodward vöktu mikla athygli í gær. Trump reyndi að svara fyrir sig þegar blaðamenn gengu á hann í Hvíta húsinu í gær en gekkst við því að hafa reynt að tala niður hættuna af faraldrinum. „Staðreyndin er sú að ég er klappstýra fyrir landið. Ég elska landið okkar og ég vil ekki að fólk sé hrætt. Ég vil ekki skapa skelfingu, eins og maður segir. Ég ætla sannarlega ekki að valda skelfingu í þessu landi eða í heiminum. Við viljum sýna sjálfstraust. Við viljum sýna styrkleika,“ sagði Trump sem lýsti bók Woodward sem „enn einni pólitískri árásinni“. Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi um mánaðaskeið hamrað á því að mikilvægast sé að fræða almenning um hættuna af kórónuveirunni svo að það fylgi tilmælum um félagsforðun og grímunotkun. Gagnrýnendur Trump segja holan hljóm í afsökunum hans um að hann hafi ekki viljað valda skelfingu með því að segja sannleikann. Þannig ali hann linnulítið á ótta almennings við innflytjendur, mótmælendur, róttæka vinstrimenn og óljóst samsæri embættismanna gegn honum. Svik upp á „líf og dauða“ við þjóðina Pólitískir andstæðingar Trump reyna nú að gera sér mat úr óheiðarleika hans um kórónuveirufaraldurinn á lokametrum kosningabaráttunna fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 3. nóvember. „Hann vissi og gerði viljandi lítið úr þessu. Það sem verra er þá laug hann að bandarísku þjóðinni. Hann laug vísvitandi og viljandi um ógnina sem steðjaði að þjóðinni í fleiri mánuði,“ sagði Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, við starfsmenn bílaverksmiðju í Michigan í gær. Sakaði Biden forsetann um að „svik upp á líf og dauða“ við bandarísku þjóðina. Gagnrýndur fyrir að sitja á upplýsingunum Woodward hefur sjálfur sætt gagnrýni eftir að fréttist að hann hefði setið á upptökum sem sýndu að Trump lygi að þjóðinni gegn betri vitund frá því í vetur. Hefur blaðamaðurinn verið sakaður um að taka sölu á bók sinni fram yfir lýðheilsu fólks. Hann ber því við að hann hafi þurft að ganga úr skugga um að það sem Trump sagði honum í símtölunum væri satt. „Hann segir mér þetta og ég hugsa: „Vá, það er athyglisvert en ætli það sé satt?“ Trump segir hluti sem standast ekki, ekki satt?“ sagði Woodward við AP-fréttastofuna. Hann hafi þurft að staðfesta hvað Trump vissi og hvenær hann vissi það. Það hafi ekki verið fyrr en í maí sem Woodward hafi verið orðinn þess fullviss að ummæli Trump byggðust á traustum heimildum en þá hefði faraldurinn verið búinn að dreifa úr sér um allt landið. „Ef ég hefði skrifað fréttina á þeim tíma um það sem hann vissi í febrúar hefði það ekki sagt okkur neitt sem við vissum ekki fyrir,“ segir Woodward sem lagði þess í stað alla áherslu á að koma bókinni út fyrir kosningarnar í haust. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“. Í nýrri bók kemur fram að Trump var fulljóst hversu alvarleg hættan af veirunni var þegar í febrúar. Upptökur eru til af samtölum Trump við Bob Woodward, blaðamann Washington Post, í tengslum við nýja bók þess síðarnefnda sem kemur út í næstu viku, þar á meðal af símtali þar sem Trump viðurkenndi að hann hefði alltaf viljað gera sem minnst úr faraldrinum. Í febrúar hafði Trump lýst því fjálglega fyrir Woodward hversu hættuleg veiran væri. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænari en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Um 190.000 Bandaríkamenn hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Alríkisstjórnin sem Trump stýrir er talin hafa klúðrað viðbrögðum við faraldrinum strax frá upphafi, meðal annars með því að grípa ekki strax til ráðstafana til að skima fyrir veirunni og rekja smit. Ríkisstjórn Trump lét einstökum ríkjum að mestu eftir að bregðast við faraldrinum sem skapaði ýmis vandamál fyrir þau að tryggja sér nauðsynlegan búnað eins og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og öndunarvélar. Þá hefur Trump ítrekað og í gegnum allan faraldurinn grafið undan sóttvarnatilmælum eigin ríkisstjórnar, sérstaklega um félagsforðun og grímunotkun. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra hluta af símtali Trump og Woodward þar sem forsetinn lýsir því hversu hættuleg kórónuveiran er. Vildi sýna „sjálfstraust“ og „styrkleika“ Uppljóstranirnar í bók Woodward vöktu mikla athygli í gær. Trump reyndi að svara fyrir sig þegar blaðamenn gengu á hann í Hvíta húsinu í gær en gekkst við því að hafa reynt að tala niður hættuna af faraldrinum. „Staðreyndin er sú að ég er klappstýra fyrir landið. Ég elska landið okkar og ég vil ekki að fólk sé hrætt. Ég vil ekki skapa skelfingu, eins og maður segir. Ég ætla sannarlega ekki að valda skelfingu í þessu landi eða í heiminum. Við viljum sýna sjálfstraust. Við viljum sýna styrkleika,“ sagði Trump sem lýsti bók Woodward sem „enn einni pólitískri árásinni“. Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi um mánaðaskeið hamrað á því að mikilvægast sé að fræða almenning um hættuna af kórónuveirunni svo að það fylgi tilmælum um félagsforðun og grímunotkun. Gagnrýnendur Trump segja holan hljóm í afsökunum hans um að hann hafi ekki viljað valda skelfingu með því að segja sannleikann. Þannig ali hann linnulítið á ótta almennings við innflytjendur, mótmælendur, róttæka vinstrimenn og óljóst samsæri embættismanna gegn honum. Svik upp á „líf og dauða“ við þjóðina Pólitískir andstæðingar Trump reyna nú að gera sér mat úr óheiðarleika hans um kórónuveirufaraldurinn á lokametrum kosningabaráttunna fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 3. nóvember. „Hann vissi og gerði viljandi lítið úr þessu. Það sem verra er þá laug hann að bandarísku þjóðinni. Hann laug vísvitandi og viljandi um ógnina sem steðjaði að þjóðinni í fleiri mánuði,“ sagði Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, við starfsmenn bílaverksmiðju í Michigan í gær. Sakaði Biden forsetann um að „svik upp á líf og dauða“ við bandarísku þjóðina. Gagnrýndur fyrir að sitja á upplýsingunum Woodward hefur sjálfur sætt gagnrýni eftir að fréttist að hann hefði setið á upptökum sem sýndu að Trump lygi að þjóðinni gegn betri vitund frá því í vetur. Hefur blaðamaðurinn verið sakaður um að taka sölu á bók sinni fram yfir lýðheilsu fólks. Hann ber því við að hann hafi þurft að ganga úr skugga um að það sem Trump sagði honum í símtölunum væri satt. „Hann segir mér þetta og ég hugsa: „Vá, það er athyglisvert en ætli það sé satt?“ Trump segir hluti sem standast ekki, ekki satt?“ sagði Woodward við AP-fréttastofuna. Hann hafi þurft að staðfesta hvað Trump vissi og hvenær hann vissi það. Það hafi ekki verið fyrr en í maí sem Woodward hafi verið orðinn þess fullviss að ummæli Trump byggðust á traustum heimildum en þá hefði faraldurinn verið búinn að dreifa úr sér um allt landið. „Ef ég hefði skrifað fréttina á þeim tíma um það sem hann vissi í febrúar hefði það ekki sagt okkur neitt sem við vissum ekki fyrir,“ segir Woodward sem lagði þess í stað alla áherslu á að koma bókinni út fyrir kosningarnar í haust. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira