Næsta tímabil í NBA-deildinni byrjar í fyrsta lagi á jóladag Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2020 18:32 Úrslitakeppnin er í fullum gangi og ekki ljóst hvenær næsta leiktíð hefst. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn