Körfubolti

Lakers komið í væn­lega stöðu og Rondo heldur á­fram að klifra upp stoð­sendingar­listann | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gleði í herbúðum Lakers.
Gleði í herbúðum Lakers. vísir/getty

LA Lakers er komið í 3-1 í undanúrslitaeinvíginu gegn Houston í vesturdeildarinnar NBA-körfuboltans.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en Lakers náði myndarlegu forystu í öðrum leikhlutanum.

Þá forystu lét liðið aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 57-41 og þrátt fyrir áhlaup Houston í fjórða leikhlutanum unnu Lakers menn tíu stiga sigur, 110-100.

Anthony Davis var stigahæstur Lakers-manna með 29 stig en LeBron James gerði sextán stig og tók fimmtán fráköst. Þar að auki gaf hann níu stoðsendingar.

Rajon Rando heldur áfram að spila vel fyrir Lakers. Ellefu stigum skilaði hann í nótt en þar að auki tók hann tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Þessar átta stoðsendingar fleyttu honum upp í 11. sætið yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Russell Westbrook gerði 25 stig fyrir Houston og James Harden 21. Harden gaf þar að auki tíu stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×