Er Borat að snúa aftur? Heiðar Sumarliðason skrifar 11. september 2020 14:30 Borat hefur sést víða að undanförnu. Sacha Baron Cohen sást víðs vegar í Los Angeles í síðasta mánuði í gervi sinnar dáðustu persónu Borat og náðist m.a. myndband af honum undir stýri uppáklæddur sem Borat. Blaðamenn kvikmyndavefsíðunnar Collider segjast hafa mjög góðar heimildir fyrir því að ný kvikmynd um kasakann sé nú þegar tilbúin og hafi vel valdir aðilar í Hollywood séð afraksturinn. Þetta kemur í kjölfar þess að Cohen tók yfir viðtal við fyrrum borgarstjóra New York Rudy Giuliani í júlí sl. Einnig mætti hann á samkomu hægri öfgamanna í Washington-fylki og fékk viðstadda til að syngja söngva sem innihéldu kynþáttaníð. Nú er talið að þær uppákomur hafi tengst myndinni, en upprunalega héldu fjölmiðlar að Cohen væri að taka upp nýja þáttaröð af Who is America? Cohen og talsmenn hans hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla varðandi verkefnið, en talið er að einhver streymisveitanna standi að myndinni. Samkvæmt heimildum Collider er söguþráður myndarinnar á þann veg að Borat sé orðinn það frægur eftir útgáfu Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, að hann þurfi að dulbúast til að fá það sem hann vill út úr viðmælendum sínum. Kvikmyndin um Borat kom út árið 2006 og naut fádæma vinsælda. Í kjölfarið gerði Cohen myndir á borð við Bruno og The Dictator, sem náðu ekki sömu hæðum. Nýverið reyndi hann fyrir sér í dramahlutverki í þáttaröðinni The Spy, við ágætar undirtektir. Cohen í hlutverki sínu í The Trial of the Chicago 7. Miðað við þá staði og viðburði sem Cohen hefur birst á verður að teljast líklegt að myndin eigi að koma út fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Áður en að því kemur mun Cohen bregða fyrir í nýjustu kvikmynd Aarons Sorkins, The Trial of the Chicago 7. Netflix mun frumsýna hana 11. október nk. Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sacha Baron Cohen sást víðs vegar í Los Angeles í síðasta mánuði í gervi sinnar dáðustu persónu Borat og náðist m.a. myndband af honum undir stýri uppáklæddur sem Borat. Blaðamenn kvikmyndavefsíðunnar Collider segjast hafa mjög góðar heimildir fyrir því að ný kvikmynd um kasakann sé nú þegar tilbúin og hafi vel valdir aðilar í Hollywood séð afraksturinn. Þetta kemur í kjölfar þess að Cohen tók yfir viðtal við fyrrum borgarstjóra New York Rudy Giuliani í júlí sl. Einnig mætti hann á samkomu hægri öfgamanna í Washington-fylki og fékk viðstadda til að syngja söngva sem innihéldu kynþáttaníð. Nú er talið að þær uppákomur hafi tengst myndinni, en upprunalega héldu fjölmiðlar að Cohen væri að taka upp nýja þáttaröð af Who is America? Cohen og talsmenn hans hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla varðandi verkefnið, en talið er að einhver streymisveitanna standi að myndinni. Samkvæmt heimildum Collider er söguþráður myndarinnar á þann veg að Borat sé orðinn það frægur eftir útgáfu Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, að hann þurfi að dulbúast til að fá það sem hann vill út úr viðmælendum sínum. Kvikmyndin um Borat kom út árið 2006 og naut fádæma vinsælda. Í kjölfarið gerði Cohen myndir á borð við Bruno og The Dictator, sem náðu ekki sömu hæðum. Nýverið reyndi hann fyrir sér í dramahlutverki í þáttaröðinni The Spy, við ágætar undirtektir. Cohen í hlutverki sínu í The Trial of the Chicago 7. Miðað við þá staði og viðburði sem Cohen hefur birst á verður að teljast líklegt að myndin eigi að koma út fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Áður en að því kemur mun Cohen bregða fyrir í nýjustu kvikmynd Aarons Sorkins, The Trial of the Chicago 7. Netflix mun frumsýna hana 11. október nk.
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira