Borgin Þrándur í Götu samgöngusáttmála Egill Þór Jónsson skrifar 11. september 2020 11:00 Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar